Það er nauðsynlegt að lesa gögnin nákvæmlega sem vitnað er í

Í fréttinni segir:

„Samtals námu styrkir þeirra fyrirtækja sem styrktu Sjálfstæðisflokkinn um meira en eina milljón 81 milljón króna á árinu 2006. Sambærileg tala fyrir Samfylkingu er 36 milljónir króna og 23,5 milljónir fyrir Framsóknarflokkinn. Ekki kemur fram með skýrum hætti hversu mikið fyrirtæki styrktu VG, en reikningar flokksins hafa þó verið birtir á heimasíðu flokksins undanfarin ár.“

Er þetta nú alveg rétt? Á heimasíðu VG má finna ársreikning fyrir 2006. Þar segir á bls. 3:

„Í einu tilfella fór styrkur umfram 500 þús.kr. viðmiðunarmörk. Um er að ræða styrk frá Samvinnutryggingum að fjárhæð kr. ein milljón.“

Er þetta ekki nógu skýrt fyrir blaðamann Morgunblaðsins? Samanburður hans gengur út á að bera saman fyrirtækjastyrki sem voru yfir eina milljón króna í tilfelli Sjálfstæðisflokksins og ein milljón og hærri í tilfelli Samfylkingar og Framsóknar.  Þessi samanburður er augljóslega ekki alveg sanngjarn vegna þess að ekki eru taldir upp styrkir til Sjálfstæðisflokksins sem voru nákvæmlega ein milljón. Látum það vera, en talan sem blaðamaðurinn var að leita í ársreikningi VG er sem sagt ein milljón króna.

 


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband